Mála- og SkjalaSaga
Flest fyrirtæki og stofnanir eru í Microsoft 365 og hafa því aðgang að SharePoint og Microsoft Teams ásamt öðrum lausnum sem eru innifalin í því umhverfi. Mála- og SkjalaSaga byggir á þessum tveim lausnum sem gefur notendum kleift að vinna í því umhverfi sem þau nýta sér daglega.
Varðveisla skjala hjá ríkisfyrirtækjum og sveitarfélögum er lögbundið samkvæmt reglum sem Þjóðskjalasafn Íslands fylgir eftir.
Mála- og SkjalaSaga uppfyllir að afhendingar á skjölum séu eftir settum reglum og að uppfylltar séu þær kröfur sem gerðar eru til skjalavörslu opinbera aðila.
Dynamics 365 eða Microsoft 365
SkjalaSaga heldur ekki eingöngu utan um skjölin og lýsigögn á þeim heldur einnig utan um mál eða verkefni sem koma inn á borð stofnunarinnar. Hægt er að leita eftir málum eftir kennitölu, nafni og öðrum upplýsingum um þau mál sem tengjast viðkomandi.
Með nokkrum leiðum til að skjala aðstoðum við stofnanir að ná hærra hlutfalli í skráningu á skjölum sem uppfylla reglur Þjóðskjalasafns Íslands.
SkjalaSaga í Dynamics 365
Dynamics 365 / CRM kerfið er tengt við SharePoint og skjöl erfa lýsigögn úr málum frá CRM kerfinu. Starfsmenn þurfa ekki að hugsa um málalykla. Rásir í Teams eru tengd við SkjalaSögu fyrir innri verkefni sem þarf að skjala. Skjöl eru vistuð í gegnum CRM, Teams eða File Explorer.
SkjalaSaga í Microsoft 365
Starfsmenn fyrirtækja nota Microsoft Teams sem sitt vinnutæki í auknu mæli og því er SkjalaSaga innbyggt inn í Teams þar sem notendur geta nálgast kerfi í því umhverfi sem þau eru vön að vinna í.
Skjöl eru skjalaðar í gegnum rásir/svæði inn í Teams og er því nær notkun starfsmanna sem vinna ekki í málum.
Starfsmenn geta sett skjöl inn í File Explorer (Gula mappan) og skjöl birtast og verða skjöluð eins og þau hafi verið sett inn í Teams með öllum lýsigögnum.
Skil til Þjóðskjalasafns
Þegar skila þarf rafrænt til þjóðskjalasafns Íslands þá sjáum við um að koma skjölunum með aðstoð SkjalaSögu og MálaSögu frá lögaðila til Þjóðskjalasafnsins.
Tölfræði og skýrslur í Power BI
Mælaborð með yfirsýn yfir mál út frá ábyrgðaraðila, tímasetningu, stöðu sem gefa stjórnendum góða yfirsýn yfir þau mál sem viðkomandi stofnun þjónustar sína viðskiptavini.
Skipulag notenda eru í vinnumælaborði þar sem þeir sjá yfirsýn yfir sín mál og áminningar um þá hluti sem þarf að klára.
Mál er hægt að rekja eftir því hvaða starfsmaður er með málið eða hefur komið að því ásamt dagsetningum og öðrum upplýsingum.