Ráðgjöf í innleiðingum á Microsoft lausnum

Saga 365 er hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og þróun lausna í Microsoft umhverfinu

Dynamics CRM, Teams, Power Platform og SharePoint eru meðal lausna sem við aukum skilvirkni ferla og byggjum upp stafræna vegferð.

Dynamics 365

Við höfum byggt upp reynslu á þeim 50 innleiðingum á CRM fyrir fyrirtæki og stofnanir. Aðlögum CRM eftir þörfum okkar viðskiptavina auk þess að veita ráðgjöf í aðferðafræði og ferlum.


Microsoft 365

Microsoft 365 er umhverfi sem flest fyrirtæki eru að nota fyrir póstinn (Outlook), fjarvinnu og spjall (Teams) og fleira. Við aðstoðum fyrirtæki að nota þessi tól á skilvirkari hátt fyrir starfsmenn og byggja upp ferla.

Mála- og skjalakerfi

Við bjóðum upp á mála- og skjalakerfi fyrir ytri og innri mál í Microsoft Teams og Dynamics 365, með tengingu við SharePoint og File Explorer. Skjölum er skilað til Þjóðskjalasafn Íslands fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög.


Power Platform

Microsoft Power Platform skiptist í fimm lausnir og gerir notendum kleift að þróa án mikillar forritunarþekkingar. Þessar lausnir eru Power BI, Power Apps, Power Automate, Power Virtual Agents og Power Pages.



Er fyrirtækið þitt að nota Teams?

Við aðstoðum fyrirtæki að koma betra skipulagi á Teams  og tökum að okkur kennslu. Verklag skiptir máli og mikilægt er að allir vinni eins sem auðveldar að nálgast gögn.

Viðskiptastjórnun með Dynamics 365

Við erum að notast við "sales and marketing" sem er lausn undir Dynamics 365. Með því getum við hjálpað með allt utanumhald sem tengist markaðsetningu og hvaða áhrif hún hefur á sölutölur

Skjalastýring fyrir ríkisstofnanir

SkjalaSaga  heldur utan um skjöl og mál. Lykill í skjölun að okkar mati er að hún eigi sér stað sjálfkrafa án þess að starfsmaður þurfi að hugsa sérstaklega um að skjala ákveðið skjal eða samskipti. SkjalaSaga er innbyggt inn í Dynamics 365.

Mannlegi þátturinn skiptir miklu máli

Mannlegi þátturinn spilar stóran þátt í innleiðingu og leggjum við áherslu á þjálfun notenda og lykilnotenda. Stuðningur frá stjórnendum er lykill í árangri innleiðingar.

Share by: